Skilmálar & Persónuverndarstefna
Inngangur
Öll tæki og tól sem Laugin ehf selur bera tveggja ára ábyrgð, nema annað sé tekið fram.
Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækja eða notkunar á rekstrarvörum sem eðlilegt þykir að endist skemur en 2 ár.
2. Almennt
Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu og myndabrengl. Ef fram kemur fleiri en ein vara á mynd telst söluvara sú sem fram kemur í vöruheiti eða lýsingu. Laugin áskilur sér rétt til að hætta við pöntun í heild eða að hluta ef varan er uppseld.
3. Verðskrá
Öll verð í netversluninni geta breyst án fyrirvara. Það verð gildir sem kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni. Verð vöru er tekið fram áður en kaupandi staðfestir pöntun. Aukakostnaður er vegna sendingargjalds Póstsins. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Greiðslur
Mögulegt er að greiða fyrir vörukaup með kortum (Mastercard og Visa), með greiðsluþjónustu Borgunar hvort um sé að ræða greiðsludreifingu eða fulla greiðslu. Greiðslan fer fram í gegnum örugga afgreiðslu Borgun ehf. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að hætta við pöntunina. Varan er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikingsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist seljanda.
5. Pöntun vöru
Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæði laugin.is telst hún bindandi milli aðila. Kaupandi fær pöntunarstaðfestingu senda á netfang sem gefið var upp við pöntun. Kaupandi er hvattur til þess að kanna sérstaklega hvort að pöntunarstaðfesting hafi borist frá seljanda og hvort hún sé í samræmi við pöntun hans.
Afhending vöru
Kaupandi getur óskað eftir að sækja vöruna í verslun okkar að Smiðjuvegi 4., 200 Kópavogi á skilgreindum opnunartíma verslunar. Kaupandi getur einnig óskað eftir að fá vöruna senda með póstinum og greiðir kaupandi fyrir þá þjónustu sem valin er. Laugin ehf er í samstarfi við Póstinn með sendingar. Skilmálar þessi ná ekki yfir þjónustu hjá þirðja aðila.
7. Vöruskil
Hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum laugin.is hefur kaupandi 14 daga til að hætta við kaup á vöru frá því að hann fær hana afhenta að því tilskyldu að henni sé skilað í góðu lagi í órifnum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð og innsigli er rofið þá hefur kaupandi rýrt verðgildi vörunnar. Kaupandi er ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð vörunnar. Óski viðskiptavinur eftir að skila vöru skal hann tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan 14 daga frestsins. Skal viðskiptavinur senda tölvuskeyti á laugin@laugin.is.
8. Gallar
Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturkall kaupa. Tilkynning á galla verður að berast skriflega. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka. Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hinsvegar er að ræða sölu á vöru til lögaðila er ábyrgð á galla 1 ár. Ef söluhlut er áætlaður lengri líftími en almennt gerist er frestur til að gera athugasemd 5 ár. Ábyrgð er ekki staðfest nema kaupandi geti sýnt fram á að vara sé keypt hjá seljanda. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til rangrar meðferðar á vöru. Hægt er að senda póst á laugin@laugin.is til að tilkynna galla á vöru.
9. Persónuvernd og trúnaður
Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
10. Höfundaréttur efnis
Allt efni á vefsvæði laugin.is er eign Laugin ehf., eða eign birgja sem sem Laugin ehf hefur umboð fyrir.
11. Varnarþing
Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda um túlkun á skilmála þessa, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Vafrakökur
Laugin notar vefkökur (e.cookies) í því skyni að gera vefinn enn betri og aðgengilegri fyrir notendur og til að auka þjónustustig. Til að upplifa alla þá eiginleika sem vefsíðan býður uppá er mikilvægt að vafrinn samþykki vefkökur (e.cookies).
Vefkökur eru litlar textaskrár sem vefsvæði sem vefur vistar á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsækir vefsíður fyrir vefsíður að muna fyrri heimsóknir notenda. Vefkökur gera það kleift að vefsíður fái nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefinn og að muna stillingar notendans yfir ákveðinn tíma. Engar persónulegar upplýsingar eru vistaðar um notendur út frá þessum upplýsingum. Engar upplýsingar verða deilt með þriðja aðila.
Ef þú vilt ekki nota vefkökur er hægt að breyta stillingum í vafranum sem þú notar svo að upplýsingarnar eru ekki vistaðar án þess að beðið sé um þess leyfi fyrst. Hægt er að stilla flesta vafra til að þeir taki ekki á móti vefkökum. Í flestum þeirra er að finna leiðbeiningar um hvernig slökkva á „cookies“ (vefkökum). Hægt er að nálgast upplýsingar um eyðingu stillinga vefkaka á aboutcookies.org.