Síur í heita potta

Landsins mesta úrval af síum fyrir potta

Síurnar halda vatninu hreinu og tæru. Þær verða að vera góðar og vera haldið vel við.

 

Við seljum vandaðar Unicel og Pleatco síur í allar gerðir heitra potta. Við eigum ótalmargar stærðir á lager, en ef við eigum ekki þína stærð pöntum við hana og pössum að hún verði til eftirleiðis.

 

Gott er að taka gamla síu með eða mæla lengd og þvermál síunnar áður en þú kíkir til okkar til að við finnum nú örugglega réttu síuna. Einnig er hægt að nota leitarvélarnar hér og hér til að finna týpunúmer (t.d. C-4950).

 

Þrif á síum

Síur þarf að helst að skola með vatnsbunu vikulega. Nokkrum sinnum á ári er síðan gott að leggja þær í síuhreinsi til að ná úr þeim efnum sem ekki skolast auðveldlega af. Það er ágætt að gera viðlíka oft og skipt er um vatni í pottinum, sem er 3-4 sinnum á ári.

 

Við mælum með Decalcit Filter eða AquaFinesse Filter Cleaner.

 

Síurnar geta enst í ca. tvö ár ef þeim er haldið rétt við.

 

Hafðu samband

Gáðu hvort þú finnir ekki síuna þína hjá okkur. Við pöntum hana fyrir þig ef hún finnst ekki.

 

Við erum hér.