Skilmálar

Ábyrgðarskilmálar

Öll tæki og tól sem Laugin ehf selur bera tveggja ára ábyrgð, nema annað sé tekið fram.
Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækja eða notkunar á rekstrarvörum sem eðlilegt þykir að endist skemur en 2 ár.

 

Viðgerðir á vörum

Nuddpottar.is (Laugin ehf) sér um viðgerðir á flestum vörum sem við seljum og við höfum milligöngu með að koma öðrum vörum til þjónustuaðila.

 

Skilaréttur

Viðskiptavinir hafa rétt á að skila vörum í allt að 14 daga eftir staðfestingu pöntunar, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: að varan sé í fullkomnu lagi, ósködduð og í söluhæfu ástandi.