AquaFinesse Hot Tub

Verð : 18.533kr

Vörunúmer : 842 2015

Lagerstaða : Til á lager


Hvað er AquaFinesse Hot Tub?

AquaFinesse er hollenskt undraefni fyrir heita potta sem heldur vatninu hreinu og tæru. Það er umhverfisvænt, milt fyrir húð og sundfatnað, einfalt í notkun og lengir líf heita pottsins.

 

Einfalt í notkun

Vatnsviðhald í heitum pottum og laugum er oft flókið og erfitt. Að stýra sýrustigi og hörku vatnsins og að halda því hreinu getur reynst fólki tímafrekt og erfitt. AquaFinesse einfaldar viðhaldið til muna og sparar dýrmætan tíma.

 

 

Hreint vatn

Viðhald Vatnsins í heita pottinum er afar mikilvægt, ekki aðeins vegna hreinlætis og öryggis, heldur líka af því að gott vatn lengir líf heita pottsins. AquaFinesse notar byltingarkennda og viðurkennda tækni sem hefur bein áhrif á lífsskilyrði gerla og dregur gríðarlega úr fjölda þeirra. Bættu AquaFinesse einu sinni í viku í pottinn og njótu hreins, kristaltærs vatns og komdu um leið í veg fyrir nýja gerlamyndun í pottinum.

 

Umhverfisvænt og heilbrigt

AquaFinesse er umhverfisvænt, öruggt og milt efni og ferskur ilmurinn er unninn úr lífrænum anganbuska sem er ræktaður í Frakklandi.

 


Allt í einum kassa

Allt sem þú þarft er í einum kassa. Í honum eru tvær 2l flöskur af AquaFinesse, eitt 200ml mæliglas og staukur af litlum klórtöflum, ásamt klórskammtara. Aftan á flöskunum er einfaldur kvarði sem sýnir hve mikið efni þarf að mæla út í pottinn á viku og síðan er skipt vikulega um klórtöflu í skammtaranum. AguaFinesse leysir upp lífhimnuna sem gerlarnir þrífast í og þeir skolast út og verða eftir í vatnssíu pottsins. Þess vegna þarf aðeins örlítið af klór til að sótthreinsa hann að öðru leyti og vatnið því afar milt og þægilegt.

Góð reynsla

Efnið hefur reynst afar vel á íslenskum markaði og við í Lauginni fáum stöðugt fréttir af ánægðum viðskiptavinum sem þykir það hafa einfaldað pottaviðhaldið til muna – auk þess sem það er léttir að vita að efnið er laust við eiturefni og því umhverfisvænt.

 

„Ég hef verið með heitan pott í 13 ár og alltaf verið að lenda í vandræðum með stíflaðar síur og önnur leiðindi. En síðan ég byrjaði að nota AquaFinesse efnið hefur allt gengið eins og í sögu.“
-Anna Þórdís Bjarnadóttir

 

„Við erum með 12 potta sem þurfti töluvert að stússast í kringum. En eftir að við fórum að nota AquaFinesse breyttist allt. Umstangið er 80-90% minna, engin fiturönd myndast í pottunum og það þarf varla að skipta um síur í þeim. Þetta er einfaldlega ekki sambærilegt við önnur hreinsefni. Mæli hiklaust með AquaFinesse“
-Hinrik Hinriksson, umsjónarmaður Mund orlofshúsa

 

„Hef verið að nota AquaFinesse síðan í fyrrasumar. Það hefur alveg verið nýtt líf að sinna pottinum eftir það. Efnið gerir á við 5-8 efni sem ég var að nota áður. Mjög ánægður með þessa vöru.“
-Herjólfur Guðjónsson, húsasmíðameistari