Sparaðu orku, sparaðu peninga

Með Caldera® heitu pottunum frá Laugin

Þegar kemur að nýtingu orku trúum við ekki á málamiðlanir. Hver einasti heiti pottur sem við framleiðum uppfyllir ströngustu orkustaðla sem settir hafa verið af Orkunefnd Kaliforníu (CEC). Allir þættir í smíði pottanna – einangrun, hitun, dælur og jafnvel lokin – vinna saman til að halda vatninu heitu og lækka orkureikninginn þinn.

FiberCor einangrun:
FiberCor einangrunin okkar hefur fjórum sinnum meiri þéttleika en hefðbundin pólýúretan froða. Hún er laus, ullarlík trefja sem fyllir öll holrúm og glufur í pottinum til að veita mun betri einangrun.

Sérhönnuð, þétt einangruð lok:
Lok Caldera heitu pottana eru hönnuð til að passa nákvæmlega að lögun pottanna. Þau falla nákvæmlega að pottinum og einangra hann því vel sem heldur hitanum inni.

Einangraður grunnbotn:
Burðar rifflur í botni Utopia línunnar búa til einangrað loftbil sem dregur úr snertingu við kaldan jarðveg og kemur þannig í veg fyrir hitatap.

EnergyPro tækni:
EnergyPro hringrásardælan er stöðugt í gangi en notar litla raforku. 80% af orkunni sem fer í dælingu skilar sér aftur í vatnið sem hiti.

Einangrun. Upphitun. Hringrás.
Allt vinnur saman til að hámarka orkusparnað og þægindi. Þú getur því slakað vel á í pottinum þínum án þess að hafa áhyggjur af rafmagnsreikningnum þínum.

icons8-cookiesCreated with Sketch.

Vefkökur

Laugin.is notar vefkökur til að gera upplifun þína af vefnum okkar betri.